spot_img
HomeFréttirHoward með nýtt met í Stjörnuleiks-atkvæðum

Howard með nýtt met í Stjörnuleiks-atkvæðum

01:55:37
 Miðherjinn Dwight Howard hjá Orlando Magic sló í dag met þegar tilkynnt var um byrjunarliðin í Stjörnuleik NBA sem fer fram í Phoenix þann 15. febrúar.

Howard tryggði sér sæti í byrjunarliði Austursins með flestum atkvæðum sem hafa nokkru sinni verið greidd leikmanni í þessu kjöri, eða 3.150.181 atkvæði sem rótburstar gamla met Yao Ming, sem fékk 2.558.278 atkvæði fyrir fjórum árum síðan.

Nánar hér að neðan…

Árangur Howards í kjörinu kom honum sjálfum á óvart, en er fullkomnlega skiljanlegur því að fyrir utan einstaklingsafrek Howards þar sem hann leiðir deildina í fráköstum og vörðum skotum, er lið hans einnig með besta árangurinn í deildinni. Fyrir utan það aflaði hann sér gríðarlegra vinsælda þegar hann sigraði í troðslukeppninni í fyrra, með Súpermann-troðslunni víðfrægu, er hann líka einn viðkunnalegasti og alþýðlegasti leikmaður deildarinnar og fer ansi langt á því.

Howard fer fyrir liði Austursins þar sem með honum í byrjunarliðinu verða: Dwayne Wade, Allen Iverson, Kevin Garnett og að sjálfsögðu LeBron James.

Í Vestrinu var Kobe Bryant hjá LA Lakers með flest atkvæði, eða 2.805.397, en með honum í byrjunarliðinu verða Yao Ming, Tim Duncan, Chris Paul og Amare Stoudamire, sem skákaði Bruce Bowen naumlega fyrir síðasta sætið í byrjunarliðinu.

Þegar er ljóst að Phil Jackson mun stýra liði Vesturdeildarinnar, en ennþá er óljóst hvaða lið mun verma efsta sætið í Austrinu fyrir Stjörnuhelgina og þar með hver mun stýra því liði.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -