spot_img
HomeFréttirHouston Rockets setja met í þriggja stiga körfum

Houston Rockets setja met í þriggja stiga körfum

Trevor Ariza setti þrist á miðvikudagskvöldið í leik Houston Rockets gegn San Antonio Spurs og setti þar með Houston liðið met í skoruðum þristum á einni leiktíð.  Houston höfðu þá hitt 892 þrista á þessari leiktíð og bættu þar með met New York Knicks frá því 2013.

 

Rocket beita þriggja stiga skotinu mjög mikið í sínum sóknarleik en Daryl Morey, framkvæmdastjóri liðsins er þeirrar skoðuna að hvert skot sem tekið er á millifæri vallarins (innan þriggja stiga línunnar og utan teigs) sé glatað tækifæri.

 

Houston töpuðu samt leiknum fyrir San Antonio sem eru komnir í sitt venjulega úrslitakeppnisform og hafa sigrað 9 leiki í röð með meira en 12 stiga mun. Aðeins Cleveland Cavaliers 2008-2009 og Miami Heat 2010-2011 hafa afrekað þetta – bæði lið með LeBron James innanborðs.

 

Fréttir
- Auglýsing -