spot_img
HomeFréttirHouston og Detroit komin í 2-0 forystu

Houston og Detroit komin í 2-0 forystu

11:00 

{mosimage}

 

(Tracy McGrady í baráttunni í nótt)

 

 

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í NBA deildinni í nótt þar sem bæði Houston Rockets og Detroit Pistons tóku 2-0 forystu í sínum rimmum. Houston lagði Utah 98-90 en Pistons höfðu betur gegn Orlando Magic 98-90 og skemmtileg tilviljun að einu leikir næturinnar í NBA deildinni hafi farið nákvæmlega eins í tölum.

 

Rip Hamilton átti góðan dag í liði Pistons og gerði 22 stig og gaf 6 stoðsendingar í sigurleik Pistons. Næstur Hamilton var félagi hans Chaunsey Billups með 21 stig og 8 stoðsendingar. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Pistons lögðu grunninn að sigri sínum í 3. leikhluta sem þeir unnu 24-15. Atkvæðamestur í liði Magic var Hedo Turkoglu með 22 stig en Grant Hill gerði 21 stig og tók 8 fráköst.

 

Tracy McGrady heldur áfram að hrella Utha Jazz en hann gerði 31 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í nótt þegar Houston Rockets lagði Utah Jazz 98-90 í Houston. Carloz Boozer fór á kostum í liði Jazz með 41 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar en það dugði ekki til því tvíeykið Yao Ming (27 stig og 9 fráköst) og Tracy McGrady ætla að reynast Jazz um of.

 

Mynd/Photo: AP

Fréttir
- Auglýsing -