spot_img
HomeFréttirHouston og Dallas unnu á útivöllum

Houston og Dallas unnu á útivöllum

12:16:00
Yao Ming átti stórleik í sigri Houston Rockets á Portland Trail Blazers, 81-108, í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vestursdeildarinnar. Hann skoraði 24 stig, þrátt fyrir að spila bara hálfan leikinn, og hitti úr öllum skotum sínum. Á meðan lögðu Dallas Mavericks granna sína í San Antonio að velli, 97-105. Þar sem báðir leikirnir unnust á útivelli verður fróðlegt að sjá framhaldið.

Portland – Houston

 

Portland komu inn í úrslitakeppnina á miklu flugi, lögðu m.a. LA Lakers og eru álitnir með einn sterkasta heimavöll í deildinni, en Yao Ming hafði aðrar hugmyndir. Hann sló Blazers út af laginu með leiftursókn strax í upphafi leiks og hvorki Greg Oden né Joel Przybilla höfðu nokkuð í hann að gera.

 

Portland hefur á að skipa ungu og efnilegu liði en að sama skapi er ekki mikil reynsla þar að baki og liðið hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 2003.

 

Houston nýtti sér það og var komið með umtalsvert forskot strax í hálfleik, en Yao var kominn með öll sín stig þar og fékk að taka því rólega í seinni hálfleik.

 

Brandon Roy fór fyrir Blazers með 21 stig, en Greg Oden var sá eini annar sem sýndi lit, með 15 stig.

 

San Antonio – Dallas

 

Dallas höfðu ekki unnið útileik í úrslitakeppni í þrjú ár fyrir gærkvöldið. Leikurinn var æsispennandi fyrstu þrjá leikhlutana og komu liðin inn í lokakaflann jöfn að stigum, 74-74. Þá virðist sem Spurs hafi orðið bensínlausir því Dallas áttu fjórða leikhluta með húð og hári. Þar munaði ekki minnst um að bekkurinn hjá Dallas var drjúgur á lokasprettinum þar sem Jose Barrea kom inn og lokaði á Tony Parker í vörninni auk þess sem hann skoraði 7 stig á lokasprettinum.

 

Josh Howard var stigahæstur Dallas-manna með 25 stig og Dirk Nowitzki skoraði 19. Hjá Spurs var það Tim Duncan sem dró vagninn með 27 stig og Tony Parker var með 24. Gamla Brýnið Michael Finley, sem gerði garðinn frægan hjá Dallas í um áratug, bætti svo við 19 stigum.

 

Úrslitakeppnin heldur svo áfram í kvöld þar sem m.a. mætast LA Lakers og Utha Jazz.

Fréttir
- Auglýsing -