spot_img
HomeFréttirHouston með 19 í röð og Boston í 50 sigra

Houston með 19 í röð og Boston í 50 sigra


Houston Rockets unnu í nótt sinn 19 sigur í deildinni og er þetta þriðja lengsta vinnings “run” hjá liði í NBA. Rockets fóru nokkuð auðveldlega með lið NJ Nets 91-73 í Toyotahöllinni í Houston. T Mac fór fyrir sínum mönnum að vanda með 19 stig og svo má minnast að gamla brýnið Dikembe Motumbo sem fyllt hefur í skarðið sem Yao Ming skildi eftir sig stóð sig með prýði og varði 5 skot í leiknum (og puttinn á sínum stað) Vince Carter var stigahæstur Nets með 13 stig en skotnýting liðsins var varla ástæða til að fagna (30% innan teigs – 0% þriggja)

Boston Celtics sigruðu sinn 50 leik í nótt þegar þeir lögðu Phila 76ers nokkuð öruggt 86-100. Doc Rivers sagði eftir leikinn að vissulega væri þetta áfangi en engin verðlaun væru fyrir að sigra 50 leiki “Markmið okkar var ekki fyrir tímabilið að sigra 50 leiki” sagði Doc og vísaði þar til þess að liðið ætlaði sé meistaratitil. Garnett leiddi liðið að þessu sinni með frábærum leik ( 12 fráköst 26 stig) eftir honum komu hinir tveir sem mynda þríhöfða skrímsli Boston Celtics, Allen með 21 og Pierce 17 stig. Andre Miller setti 22 stig fyrir 76ers.  

Úrslit næturinnar fóru þannig.

 

Lið 1 2 3 4 Final
Celtics 26 27 23 24 100
76ers 20 27 15 24 86
           
Lið 1 2 3 4 Final
Hawks 26 27 32 27 112
Magic 38 36 25 24 123
           
           
Lið 1 2 3 4 Final
Blazers 25 18 19 18 80
Cavaliers 14 25 23 26 88
           
           
Lið 1 2 3 4 Final
Clippers 29 29 15 26 99
Heat 23 24 33 18 98
           
           
Lið 1 2 3 4 Final
Nets 15 13 19 26 73
Rockets 22 24 24 21 91
           
           
Lið 1 2 3 4 Final
Knicks 15 16 27 21 79
MAVS 32 22 26 28
Fréttir
- Auglýsing -