spot_img
HomeFréttirHouston lagði San Antonio - Metjöfnun hjá Cleveland

Houston lagði San Antonio – Metjöfnun hjá Cleveland

{mosimage}09:29:25

Houston Rockets lögðu granna sína í San Antonio Spurs í nótt, 85-87, og höfðu þannig af þeim forystuna í Suðvestur-riðlunum og annað sætið í Vesturdeild NBA.
Houston hefur verið á mikilli siglingu undanfarið, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að þeir misstu Tracy McGrady í meiðsli út leiktíðina og skiptu frá sér aðal leikstjórnanda sínum, Rafer Alston, í síðasta mánuði.

Rockets voru með frumkvæðið framan af leiknum og leiddu í hálfleik og í upphafi þriðja leikhluta, en þá hrukku Spurs í gang og virtust ætla að klára leikinn um miðjan fjórða leikhluta þegar Rockets tóku á rás. Þeir gerðu 10 stig á móti 2 og hleyptu mikilli spennu í leikinn, en lokaorðið átti Luis Scola sem fékk glæsilega sendingu frá risanum Yao Ming og lagði boltann ofaní þegar um 11 sek voru eftir. Tony Parker fékk færi á að jafna leikinn á síðustu sekúndunum, en skot hans geigaði.
Ron Artest var stigahæstur Rockets með 24 stig, Scola var maður leiksins með 19 stig og 17 fráköst. Hjá Spurs voru það að venju Tim Duncan, með 23 stig, og Tony Parker, með 22 stig og 12 stoðsendingar, sem voru allt í öllu.
Þá unnu Cleveland Cavaliers New Jersey Nets, 88-96, og þar með sinn níunda sigur í röð og jöfnuðu með því liðsmetið með 57 sigrum á leiktíðinni. LeBron  James átti enn einn stórleikinn með 30 stig og 11 fráköst, en Zydrunas Ilgauskas bætti fjöður í hatt sinn með því að komast upp fyrir John „Hot-Rod“ Williams í efsta sæti yfir varin skot hjá félaginu.
Cleveland leiddu allan leikinn og áttu Nets, sem eru án stjörnuleikmannsins Devin Harris, aldrei raunhæfan möguleika á sigri.
Hér eru úrslit næturinnar:
 
Miami 101
Detroit 96
 
Houston 87
San Antonio 85
 
Oklahoma City 97
Minnesota 90
 
LA Clippers 76
Toronto 100
 
Cleveland 96
New Jersey 88
 
Golden State 89
New Orleans 99
 
Philadelphia 112
Sacramento 100
 
Tölfræði leikjanna
 
ÞJ
Fréttir
- Auglýsing -