spot_img
HomeFréttirHouston fer í æfingabúðir með Knicks

Houston fer í æfingabúðir með Knicks

15:20
{mosimage}

(Allan Houston)

Einn ástsælasti leikmaður New York Knicks, Allan Houston, hefur samþykkt boð félagsins um að taka þátt í æfingabúðum með liðinu sem hefjast á þriðjudag í næstu viku. Houston er 37 ára gamall og hefur ekki leikið deildarleik í NBA deildinni síðan leiktíðina 2004-2005.

Þá er nokkur óvissa með framtíð Stephon Marbury´s í röðum Knicks en sá orðrómur hefur verið á kreiki að Knicks reyni að kaupa hann út úr samningi sínum við félagið. Marbury hefur svarað því til að annað hvort borgi Knicks upp í þak (21,9 milljónir $) eða þá að hann verði áfram hjá félaginu og hjálpi því að berjast um NB A titilinn.

Forvitnilegt verður að sjá hvort Marbury taki þátt í æfingabúðunum og hvernig Houston muni vegna af en hann gerði 11,9 stig að meðaltali í leik í 20 deildarleikjum á sínu síðasta tímabili með Knicks.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -