
Houston Rockets halda áfram siglingu sinni og í nótt hirtu þeir fyrsta sæti vesturdeildarinnar með sigri á LA Lakers. Venjulega myndum við segja frá því að Tracy McGrady hafi borið lið sitt á herðum sér í þessum stórleik en það var Rafer Alston sem setti niður 31 stig, þar af 8 þriggjastiga körfur og setti þar með tóninn fyrir sigri Houston. Kobe hinsvegar var með 24 stig fyrir Lakers. “Ég nýtti mér það að öll athygli leikmanna Lakers voru á Tracy í kvöld. Ég hélt að þar sem ég byrjaði snemma að setja niður þristana þá myndu þeir slaka á Tracy og byrja að pressa á mig. En þeir voru límdir á Tracy allt kvöldið” sagði Alston sigurreifur í leikslok.
Í öðrum fréttum voru það svo Denver Nuggets sem skoruðu 168 stig gegn Seattle SuperSonics. Skemmst frá því að segja þá vann lið Nuggets þennan leik. Kenyon Martin ( 23 stig), Allen Iverson (24 stig) og Carmelo Antony (26 stig) skoruðu mest fyrir Denver en í slöku varnarliði Seattle var það nýliðin Kevin Durant sem setti niður 23 stig. Denver setti niður 60 % skota sinna og 51% skota utan þriggjastiga línunar og settu þeir niður 48 stig í fyrsta leikhlutanum.
| Lið | 1 | 2 | 3 | 4 | Final |
| Mavericks | 35 | 17 | 32 | 14 | 98 |
| Heat | 12 | 18 | 23 | 20 | 73 |
| Lið | 1 | 2 | 3 | 4 | Final |
| Hawks | 21 | 32 | 32 | 24 | 109 |
| Knicks | 20 | 29 | 30 | 19 | 98 |
| Lið | 1 | 2 | 3 | 4 | Final |
| Bobcats | 19 | 21 | 23 | 28 | 91 |
| Cavaliers | 27 | 20 | 28 | 23 | 98 |
| Lið | 1 | 2 | 3 | 4 | Final |
| Sonics | 29 | 29 | 27 | 31 | 116 |
| Nuggets | 48 | 36 | 43 | 41 | 168 |
| Lið | 1 | 2 | 3 | 4 | Final |
| Raptors | 23 | 26 | 24 | 27 | 100 |
| Kings | 32 | 21 | 23 | 30 | 106 |
| Lið | 1 | 2 | 3 | 4 | Final |
| Hornets | 26 | 18 | 22 | 18 | 84 |
| Pistons | 21 | 34 |
| ||



