Houston Rockets eru enn á lífi í úrslitum vesturstrandar eftir 128-115 sigur á Golden State í nótt. Fyrir leikinn var staðan 3-0 Golden State í vil en Rockets með James Harden í broddi fylkingar hafa nú minnkað muninn í 3-1. Ekkert lið í NBA hefur snúið taflinu sér í vil eftir að hafa lent í sömu holu og Houston, verða þeir fyrstir?
James Harden var ekkert að grínast með 45 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Houston. Hjá Golden State var Klay Thompson stigahæstur með 24 stig.
Stephen Curry fékk slæma byltu í öðrum leikhluta og óttast var að hann hefði fengið heilahristing en stráksi hristi þetta af sér og lauk leik með 23 stig á tæplega 31 mínútu.
Glefsur úr leiknum í „draugsýn“



