spot_img
HomeFréttirHöttur upp í úrvalsdeild á næstu leiktíð!

Höttur upp í úrvalsdeild á næstu leiktíð!

Höttur frá Egilsstöðum sigruðu FSu í 1. deildinni í kvöld með 8 stigum, 94-86 á heimavelli og tryggðu sér með því sæti í úrvaldseildinni á næstu leiktíð. Þeir hafa nú sigrað 16 af 20 leikjum sínum og eru því öruggir upp.
 
Tobin Carberry leiddi sína menn frá Egilsstöðum með 36 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar. Colin Anthony Pryor leiddi FSu með 36 stig og 12 fráköst.
 
Óskum Hattar-mönnum til hamingju með árangurinn.
 
Mynd: Tobin Carberry spilaði vel fyrir Hött í kvöld. (Austurfrétt)
Fréttir
- Auglýsing -