Hattarmenn náðu loksins í sín fyrstu stig í Dominosdeildinni þegar þeir sigruðu lið Njarðvíkinga í kvöld. 79:74 varð loka staða leiksins eftir að Njarðvíkingar höfðu leitt með einu stigi í hálfleik. Tobin Carberry fór á kostum í liði Hattar og skoraði að vild og endaði leik með 40 stig. Hjá Njarðvík var Logi Gunnarsson stigahæstur með 17 stig. Nýr leikmaður Njarðvíkinga Oddur Kristjánsson skoraði 12 stig og tók 6 fráköst í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Njarðvíkinga léku án erlends leikmanns en heimildir herma að pappírsmál séu ekki frágengin fyrir nýjan leikmann þeirra Michael Craig.



