spot_img
HomeFréttirHöttur tapaði fyrir Ármanni/Þrótti (Umfjöllun)

Höttur tapaði fyrir Ármanni/Þrótti (Umfjöllun)

19:15

{mosimage}

Milosz Krajaweski lék sinn fyrsta leik fyrir Hött í vetur og lék vel 

Höttur tapaði fyrir Ármanni/Þrótti í 1. deilda karla í körfubolta á Egilsstöðum í gær. Jafnt var á með liðunum í fyrir hálfleik og léku Hattarmenn ágætlega. Pólverjinn Milos sem lék með liðinu í fyrra lék á ný með Hattarliðinu í gær, en kom aftur til landsins á dögunum. Milosz Krajewski lék hreint ágætlega og styrkti varnar- og sóknarleik liðsins.

Í hálfleik var Höttur þremur stigum yfir eftir að Ben Hill hafði skorað glæsilega þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks.

Á fyrstu mínútum síðari hálfleiks léku Hattarmenn skelfilega, og það var þá sem þeir töpuðu leiknum. Ármann/Þróttur skoruðu stig eftir stigi meðan Hattarmenn skoruðu lítið. Ármann/Þróttur náðu 11 stiga forystu og héldu henni þar til í fjórða leikhluta. Þá setti Hattaliðið í annan gír og náði að komast í stöðuna 74-75 þegar um níu sekúndur voru eftir. Ármann/Þróttur fékk boltann og Hattarmenn þurftu að brjóta af sér til að stöðva leikinn og setja Ármann/Þrótt á vítalínuna.

Það voru hins vegar vonbrigði fyrir áhorfendur að sjá að Hattarmenn höfðu ekki nægan skilning á körfubolta til að brjóta af sér og stöðva leikinn. Í fjórgang slepptu þeir góðu tækifæri til þess, en einhverra hluta vegna dæmdi dómarinn villu á Björgvin Karl Gunnarsson þegar tvær sekúndur voru eftir. Hann mótmælti dómnum harðlega, í stað þess að þakka dómaranum fyrir. Því fór sem fór að Ármann/Þróttur klúðraði báðum vítaskotunum, en Höttur hafði ekki nægan tíma til að leika upp völlinn og skora. Og vann því Ármann/Þróttur sanngjarnan sigur á Hetti, 74-75.  

Bestir í liði Hattar voru Ben Hill með 27 stig, Everard Bartlett með 24 stig og Milosz Krajewski með 11 stig.

Texti og mynd: Austurglugginn

Fréttir
- Auglýsing -