Greifamót Þórs fór fram um síðastliðna helgi þar sem Höttur hafðis igur á mótinu en ásamt Hetti og heimamönnum í Þór Akureyri mættu KFÍ og FSu einnig til leiks.
Í gær lauk hinu árlega Greifamóti í körfubolta sem fram fór í íþróttahúsi Síðuskóla fyrir leikmenn úr meistaraflokki karla.
Til leiks mættu auk heimamanna í Þór, fyrstu deildarliðin Höttur og FSu og úrvalsdeildarlið KFÍ.
Fór svo að Höttur stóð uppi sem sigurvegari en liðið lagði FSu í æsispennandi úrslitaleik þar sem lokatölurnar urðu 58-55. Í þriðja sæti varð svo KFÍ og Þór var í því fjórða.
Þór og KFÍ mættust í síðasta leiknum en þá höfðu bæði liðin tapað báðum leikjum sínum gegn FSu og Hetti. Þór hafði yfir framan af leik en lærisveinar Birgis Arnars Birgissonar (fyrrum leikmann Þórs og íþróttamann Þórs 1995) þjálfara KFÍ komu grimmir til leiks í þriðja leikhluta og unnu upp forskot Þórs. Eftir æsispennandi lokamínútur höfðu KFÍ menn betur lokatölur 86-87.
Úrslit leikja í mótinu
Þór 72 Höttur 75
KFÍ 61 FSu 91
Þór 76 FSu 91
Höttur 92 KFÍ 77
Höttur 58 FSu 55
Þór 86 KFÍ 87
Mynd/ thorsport.is: Sigurlið Hattar á Greifamótinu.



