spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaHöttur semur við danskan landsliðsmann

Höttur semur við danskan landsliðsmann

Höttur hefur samið við Adam Heede Andersen fyrir komandi tímabil í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Adam er 27 ára 187 cm danskur bakvörður sem kemur til Hattar frá Værlose í heimalandinu, en þar hefur hann leikið síðustu fimm tímabil. Á síðustu leiktíð skilaði hann 15 stigum, 5 fráköstum og 7 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá hefur hann einnig verið hluti af danska landsliðinu.

Fréttir
- Auglýsing -