Fyrstu deildar lið Hattar hefur samið við bandaríska leikmanninn Aaron Moss. Eftir að hafa útskrifast úr Cabrini háskólanum árið 2015, var Moss síðast á mála hjá liði Argentino í efstu deild Argentínu. Á tíma sínum í háskóla skilaði hann fínum tölum, eða um 21 stigi, 12 fráköstum og 9 stoðsendingum að meðaltali í leik. Honum er ætlað að fylla það skarð sem að Tobin Carberry skilur eftir sig, en hann mun leika í efstu deild með liði Þór frá Þorlákshöfn á næsta tímabili
Hérna er meira um félagaskipti Moss.