spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaHöttur með magnaðan sigur á Blikum

Höttur með magnaðan sigur á Blikum

Fyrir þessa umferð hafði Breiðablik tapað sex leikjum í röð og Höttur þremur. Þessi leikur er því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.  Breiðablik eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina.  Höttur á líka möguleika á að komst í úrslitakeppnina en getur líka fallið. Með sigri í þessum leik, tryggja þeir sér veru í Subway deildinni.  Leikurinn var kaflaskiptur, Blikar betri í fyrri hálfleik en Höttur í þeim seinni sem unnu að lokum sanngjarnt 85-98

Það var einhver taugatitriingur í byrjun leiks, bæði lið með frekar vafasamar sóknir. Höttur hitti bara ekki neitt fyrstu fjórar mínuturnar. Breiðablik ekki mikið betur, en komust í 8-0 þegar Höttur loksins svaraði fyrir sig. Höttur hélt áfram að saxa á forskotið og komust yfir. Þá vöknuðu Blikar, náðu forystunni og enduðu leikhlutann á partý-þristi hjá Everage. 22 -15.

Annar leikhlutinn einkenndist af baráttu beggja liða, skoruðu til skiptis og misstu boltann til skiptis. En eins og í fyrsta leikhluta, þá voru Blikarnir ívið sterkari í lokin og juku forskot sitt um 3 stig. 46 – 36 í hálfleik.

Hattarmenn komu tvíelfdir í seinni hálfleikinn, léku af krafti á meðan Blikarnir virtust taka hvert galna skotið á fætur öðru. Þegar leikhlutinn var hálfnaður, var Höttur búin að minnka forskotið niður í eitt stig, þá var Pétri nóg boðið og tók leikhlé. Leikhléið dugði tli að stöðva blæðinguna, en Tim Guers setti skot í blálokin og kom Hetti yfir 65 – 66

Í fjórða leikhluta breyttust Hattarmenn í þriggjastiga maskínur, settu niður fimm í röð og voru skyndilega komnir með 15 stiga forystu, þegar Pétur neyðist til að taka leikhlé. Höttur hélt sínu striki, Austfirsk stemming var vakinn og þeir léku við hvurn sinn fingur. Enduðu á að sigra 85 – 98 og tryggðu um leið veru sína í efstu deild í frysta skiptið.

Tim Guers var langbestur hjá Hetti, skoraði 29 stig og var með 8 fráköst. Hjá Blikum var Everege með 23 stig.

Síðasta umferðin fer síðan fram 30. mars, Blikarnir heimsækja Haukana á meðan Hattarmenn taka á móti ÍR-ingum

Tölfræði leiks

https://www.karfan.is/2023/03/vidar-orn-eftir-ad-hottur-nadi-ad-tryggja-saeti-sitt-i-subway-deildinni-aetlum-ad-klara-thetta-sterkt-a-okkar-heimavelli/
https://www.karfan.is/2023/03/petur-eftir-tapid-gegn-hetti-vorum-bara-ekki-nogu-godir/
Fréttir
- Auglýsing -