spot_img
HomeFréttirHöttur lagði Þór í spennuleik

Höttur lagði Þór í spennuleik

Þór: ​ 23-22-22-22  89

Höttur: 33-24-13-22  92

Þór tók á móti Hetti í Icelandic Glacial höllinni í 15 umferð Subway deildarinnar.  Fyrir leikinn er Þór í 3. sæti deildarinnar fyrir leikinn en þeir báru sigur á útivelli í síðustu umferð á móti lánlausum Haukamönnum. Höttur eru í 9. sæti með jafn mörg stig og Tindastóll og tveim stigum eftir Grindavík og Stjörnunni og lifir draumurinn um úrslitakeppni í héraði góðu lífi. Höttur tapaði í síðustu umferð heima á móti Njarðvík. Annars varð smá töf á leiknum þar sem dómarar leiksins sitja fastir í umferð.

Byrjunarlið

Þór: D.Davis, J.Sample, Tómas, Emil, Pruitt

Höttur: O.Trotter, D.Buskey, Knezevic, Adam, Gustav Jessen.

Höttur byrja betur og eru að spila góða vörn allan völl í byrjun og öll skot eru að detta eða 66% skotnýting. Þórsarar ná samt að halda í við þá undir lokin og ná að halda þessu í tíu stiga mun eftir fyrsta leikhluta. Þór 23 – 33 Höttur. Þórsarar ná að naga aðeins niður forskotið í öðrum leikhuta en Hattarmenn halda áfram uppteknum hætti og vinna annan leikhlutan með 2 stigum eða 22-24. Fyrri hálfleikur endar Þór 45 – 57 Höttur.

Hattarmenn eru að spila skipulega og ef þeir fara útaf brautinni er Viðar fljótur að taka leikhlé til að stilla sína menn. Þórsarar eru aðeins farnir að láta þetta fara í taugarnar á sér þeir eru að hitta vel fyrir utan en eru með fáar skottilraunir og eins og þeir segja þú hittir ekki nema allavega reyna að skjóta á körfuna.

Tölfræði fyrri 

Þór: Pruitt 10 stig.

Höttur: Adam 13 stig

Þór nær að minnka munnin í þriðja leikhluta þar sem Ragnar setur meðal annars sex stig í röð sem veitir þeim von auk þess sem Hattarmenn brjóta klaufalega af sér og einhverjir dómar sem falla ekki beint með þeim. Þá kemur að auki Tómas Valur sterkur inn hjá heimamönnum.

Þór vinnur leikhlutan 22-13 og staðan fyrir fjórða Þór 67 – 70 Höttur. Höttur heldur ró sinni eftir þetta áhlaup Þórsara og halda forskotinu með góðri vörn. Auk þess sem að Þórsarar þori ekki að skjóta boltanum of snemma þó skotin séu opin. Undir lokin kemur Tómas Valur og treður og stelur svo boltanum og skorar munurinn orðin þrjú stig. En það dugar ekki og Hattarmenn sigla þessum heim og komast þar af leiðandi uppfyrir Tindastól í 8. sætið deildarinnar. Leikurinn enda Þór 89–92 Höttur 

Tölfræði 

Þór. Pruitt 21 stig. J. Sample 16 stig 15 fráköst

Höttur :  Knezevic 20 stig 14 fráköst Adam 16 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -