spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHöttur lagði Hamar fyrst liða

Höttur lagði Hamar fyrst liða



Það var boðið upp á jafnan spennuleik í kvöld. Þar sem mestur munurinn á liðunum var 7 – 8 stig. Heimamenn leiddu eftir fyrsta leikhluta 31 – 24. Í hálfeik höfðu gestirnir frá Egilsstöðum 2ja stiga forustu 49 – 47. Þriðji leikhluti var jafn og að honum loknum leiddu Hattarmenn með 5 stigum 66 – 61. Fjórði leikhluti var æsispennandi þegar 4 mín voru eftir stóðu leikar 77 – 75 gestunum í vil. Nær en það komust heimamenn ekki að þessu sinni og lokatölur 87 – 82 fyrir Hött.

Bestu leikmenn:

Hjá Hamarsmönnum áttu Everage og Toni góða spretti inni á milli. Einnig voru þeir Björn Ásgeir og Ragnar að skila prýðis tilþrifum. Pálmi og Bjarni voru ekki í mjög öfundsverðum hlutverkum að reyna stoppa Marcus J. Van tröllið sem réði teignum í kvöld. Eysteinn Bjarni skilaði einnig sínu fyrir gestina.

Vendipunktarnir:

Það er þegar 6-7 mín. eru eftir í 4. leikhluta  ,, komu nokkrir “ þannig í leiknum í kvöld. Þegar heimamenn voru komnir í dauðafæri að snúa leiknum sér í hag, komu nokkrir ,, illa “ tapaðir bolta. Þ.e. gestir þurftu ekki mikið að hafa fyrir því að vinna boltann.

Hvað þýða úrslitin:

Hamar að missa sín fyrstu stig, Hamarsmenn fá Sindra í heimsókn í næstu umferð og verða að skella sér beint á beinu brautina. Næsti leikur Hattarmanna er einnig gegn Sindra á útivelli þann 12. des. Það er ljóst að þessi tvö lið koma til með að berjast um fyrsta sætið ásamt Breiðablik miðað hvernig mótið hefur farið af stað.

Maður kvöldsins:

Tröllið í teignum Marcus Jermaine Van fær það þessu sinni, virtist hafa gaman því sem hann var að gera. Átti sviðið undir körfunni þegar hann var inn á vellinum. Skilaði framlagi uppá 29 var með 22 stig og 16 fráköst.

Dómarar:

Eggert Þór Aðalsteinsson og Jóhann Guðmunddsson.

Þeir komust ágætlega frá þessum leik. Fannst þeir vera fínir fyrstu 3 leikhlutana. Aðeins hikst á þeim í 4. leikhluta. En annars ágæt frammistaða hjá þeim félögum.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / SJÁ

Fréttir
- Auglýsing -