spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaHöttur lagði Álftanes á Egilsstöðum

Höttur lagði Álftanes á Egilsstöðum

Höttur lagði nýliða Álftaness á Egilsstöðum í kvöld í 11. umferð Subway deildar karla. Eftir leikinn er Álftanes með sjö sigra á meðan að Höttur er með sex sigra eftir fyrstu ellefu umferðirnar.

Heimamenn í Hetti leiddu leik kvöldsins frá fyrsta leikhluta til loka. Álftnesingar náðu þó í nokkur skipti að komast inn í leikinn og var það í raun ekki ljóst fyrr en á lokamínútunum hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi, þó Höttur hafi lengst f verið með í kringum tíu stiga forskot.

Adam Eiður Ásgeirsson var frábær í liði Hattar í kvöld með 25 stig, 4 fráköst og þá skilaði Nemanja Knezevic 13 stigum, 14 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Fyrir Álftanes var það Dúi Þór Jónsson sem dró vagninn með 25 stigum og 5 fráköstum. Honum næstur var Douglas Wilson með 18 stig og 7 fráköst.

Bæði lið eru nú komin í frí yfir hátíðirnar, en þau leika næst 4. janúar, Álftanes fara í Síkið og mæta Íslandsmeisturum Tindastóls á meðan að Höttur fær Grindavík í heimsókn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -