spot_img
HomeFréttirHöttur hélt lífi í fallbaráttunni með sigri á Haukum

Höttur hélt lífi í fallbaráttunni með sigri á Haukum

Höttur lagði Hauka í kvöld í 21. umferð Dominos deildar karla, 100-104. Eftir leikinn eru Haukar í 12. sæti deildarinnar, fallnir, með 12 stig á meðan að Höttur er í 10. sætinu með 14 stig.

Gangur leiks

Heimamenn í Haukum voru sterkari í upphafi leiks. Eftir nokkuð jafnar fyrstu mínútur ná þeir að ná sér í smá forskot. Staðan 25-19 eftir fyrsta leikhluta. Unir lok fyrri hálfleiksins gera Höttur nokkrar atlögur að forystu heimamanna, en allt kemur fyrir ekki, munurinn fimm stig þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 55-50.

Eftir kraftmikla byrjun gestanna er leikurinn svo í járnum í upphafi seinni hálfleiksins þar sem liðin skiptast á að hafa forystuna. Allt jafnt þegar að þriðji endar, 77-77. Í lokaleikhlutanum eru Hattarmenn svo sterkari, ná undir lokin að byggja sér upp smá forskot sem heldur og þeir sigra að lokum með 4 stigum, 100-104.

Kjarninn

Staðan á botni deildarinnar, þar sem þessi lið eru bæði, er nokkuð flókin þessa dagana. Þó alveg vitað að hér var um að ræða einn mikilvægasta leik liðanna þennan veturinn og vegna tapsins eru Haukar fallnir. Með aðeins eina umferð eftir þessa og fall ekki aðeins mögulegt fyrir Hött, heldur frekar líklegt, þurfa þeir bæði á hagstæðum úrslitum annarra liða að halda og helst sigur gegn Keflavík í lokaumferðinni til að halda lífi.

Tölfræðin lýgur ekki

Hattarmenn gerðu það saman í leik kvöldsins, gáfu 28 stoðsendingar í leiknum á móti aðeins 16 hjá Haukum.

Atkvæðamestir

Michael Mallory var stórkostlegur í liði Hattar í kvöld, skilaði 38 stigum, 6 fráköstum og 8 stoðsendingum. Fyrir Hauka var það Brian Edward Fitzpatrick sem dró vagninn með 20 stigum og 11 fráköstum.

Hvað svo?

Lokaumferð deildarinnar er komandi mánudag 10. maí. Þá tekur Höttur á móti toppliði Keflavíkur á meðan að Haukar heimsækja Þór í Höllina á Akureyri.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

r
Fréttir
- Auglýsing -