spot_img
HomeFréttirHöttur getur tryggt sér sæti í úrvalsdeild með sigrí kvöld

Höttur getur tryggt sér sæti í úrvalsdeild með sigrí kvöld

Fjórir leikir fara fram í Dominosdeild karla og 1. deild karla í kvöld. Höttur getur með sigri á FSu tryggt sér sæti í Dominosdeildinni eftir 9 ára dvöl í 1. deildinni. Fjölnir herðir enn dauðaróðurinn í botnbaráttunni í Dominosdeildinni. Í kvöld mæta þeir Þór Þorlákshöfn í Dalhúsum. Leikir kvöldsins eru annars sem hér segir:
 
Dominosdeild karla:
Fjölnir – Þór Þorlákshöfn, Dalhús kl. 19:15
 
1. deild karla:
Höttur – FSu, Egilsstaðir kl. 18:30
Þór Ak. – Valur, Síðuskóli kl. 20:00
Breiðablik – KFÍ, Kennaraháskólinn kl. 20:30
 
Mynd: Tobin Carberry verður í baráttunni fyrir Hött í kvöld. (Austurfrétt)
Fréttir
- Auglýsing -