spot_img
HomeFréttirHöttur beint aftur upp í Dominos deildina!

Höttur beint aftur upp í Dominos deildina!

 

 

Tveir leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Í þeim fyrri sigruðu Haukar Snæfell nokkuð örugglega að Ásvöllum, en í þeim seinni tók sigraði Þór Njarðvík á Akureyri.

 

Í fyrstu deild karla fór einn leikur fram. Í honum sigraði topplið Hattar botnlið Ármanns nokkuð örugglega og tryggði sér þar með farmiða beint aftur í Dominos deildina fyrir næsta tímabil.

 

Í fyrstu deild kvenna fór einning fram einn leikur. Í honum sigraði Breiðablik KR í DHL Höllinni. Eftir leikinn er Breiðablik því enn í toppsæti deildarinnar á meðan að KR er í því þriðja.

 

Staðan í Dominos deild karla

Staðan í 1. deild karla

Staðan í 1. deild kvenna

 

 

Úrslit kvöldsins

 

Dominos deild karla:

Haukar 102 – 83 Snæfell 

Þór Ak 92 – 85 Njarðvík
 

1. deild karla:
Ármann 67 – 99 Höttur 
 

1. deild kvenna:

KR 45 – 61 Breiðablik

Fréttir
- Auglýsing -