spot_img
HomeFréttirHorsholm og Sandra Lind í öðru sæti

Horsholm og Sandra Lind í öðru sæti

Sandra Lind Þrastardóttir var í liði Horsholm 79ers í síðasta leik liðsins sem fram fór á dögunum. Horsholm vann þá sinn fjórða leik í röð en Sandra endaði með 13 stig og 5 fráköst og 28 mínútum. 

 

Sandra hefur átt fínt tímabil með Horsholm og er hún með 5,4 stig, 3,3 fráköst að meðaltali í leik á 18 mínútu. Horsholm er í öðru sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir en liðið með frábæra nafnið: Virum Go Dream eru í efsta sæti með fjögurra stiga forystu og því þarf margt að ganga eftir ef Sandra Lind og félagar ætla að stela efsta sætinu. 

 

Næsti leikur Horsholm er gegn sigursælasta liði danska kvennakörfuboltans SISU en leikurinn fer fram þann 1. mars. 

Fréttir
- Auglýsing -