spot_img
HomeFréttirHorsens rúllaði yfir Hörsholm

Horsens rúllaði yfir Hörsholm

 
Sigurður Þór Einarsson og Horsens IC áttu ekki í teljandi vandræðum með Hörsholm í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik síðastliðinn sunnudag. Horsens sem lék á heimavelli hafði öruggan 91-68 sigur í leiknum þar sem Sigurður gerði 7 stig.
Sigurður sem er fyrirliði liðsins lék í rúmar 14 mínútur í leiknum og gerði eins og fyrr segir 7 stig, var með 1 frákast, 1 stoðsendingu, 1 varið skot og 1 stolinn bolta. Eftir sigurinn er Horsens í 5. sæti deildarinnar með 14 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -