Sigurður Þór Einarsson og lið hans Horsens IC töpuðu gegn Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Lokatölur voru 96-107 Svendborg í vil sem nú hafa unnið fyrstu níu leiki sína á tímabilinu og eru eina ósigraða lið deildarinnar.
Sigurður fyrirliði Horsens náði ekki að skora í leiknum en hann spilaði í 17 mínútur, tók 3 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og varði 2 skot. Adama Darboe fyrrum leikmaður Grindavíkur fór á kostum í leiknum með 39 stig og 8 fráköst.
Eftir leikinn í gær er Svendborg sem fyrr á toppi deildarinnar en Horsens er í 3.-6. sæti með 10 stig.



