spot_img
HomeFréttirHornets aftur á sigurbraut

Hornets aftur á sigurbraut

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Charlotte Hornets komust aftur á sigurbraut með 111-107 sigri gegn Brooklyn Nets. Sjö leikmenn liðsins gerðu 12 stig eða meira í leiknum en þeir Nicolas Batum, Kemba Walker og Marco Belinelli voru allir með 17 stig. Hjá Brooklyn var Bojan Bogdanovic stigahæstur með 22 stig og 5 fráköst.

James Harden gerði 25 stig og gaf 13 stoðsendingar þegar Houston lagði Orlando 128-104. Serge Ibaka var fremstur í liði Orlando með 28 stig og 8 fráköst.

Í þriðja og síðasta leik næturinnar náði Portland í nauman 113-114 útisigur gegn Dallas Mavericks. CJ McCollum gerði 32 stig fyrir Porland og Damian Lillard bætti við 29 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hjá Dallas Harrison Barnes með 26 stig og Dirk Nowitzki bætti við 25 stigum.

Myndbönd næturinnar
 

Fréttir
- Auglýsing -