spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaHörkuvörn Valsmanna í fyrsta- og fjórðaleikhluta skópu mikilvægan sigur

Hörkuvörn Valsmanna í fyrsta- og fjórðaleikhluta skópu mikilvægan sigur

Fyrri hálfleikur
Stemmningin er meira Valsmegin í byrjun og eru Fjölnismenn í vandræðum með að setja körfur en Magnús Bracey setur þrjá þrista og staðan eftir 5 mínútur er 16-2 fyrir Val. Valsvörnin er sterk og þeir eru þolinmóðir í sókninni og nýta færi vel. Fjölnir kemst lítt áleiðis gegn vörn Vals og Valur leiðir 28-13 eftir fyrsta leikhluta.

Fjölnisliðið nær að stilla vörnina í öðrum leikhluta og Valur slakar á klónni bæði varnarlega og sóknarlegar og Fjölnir nær að minnka muninn í 6 stig 39-33 þegar 5 mÍnútur eru liðnar af öðrum leikhluta. Stojanovic setur þrist þegar 4 mínútur eru eftir af öðrum leikhluta og minnkar muninn í 5 stig 43-38! Áhlaup Fjölnis er fullkomnað þegar brotið er á Orra Hilmarssyni í þriggja stiga skoti og hann jafnar leikinn 43-43 með þremur vítaskotum.
Valsmenn ná smá áhlaupi og leiða 48-44. Fjölnir náði að jafna metin með því að spila ákveðnari vörn en sama verður ekki sagt um Valsliðið sem slakaði fullmikið á sérstaklega í vörninni í öðrum leikhluta sem Fjölnir vinnur 20-31!


Seinni hálfleikur
Liðin skiptast á körfum en Fjölnir nær áhlaupi og jafnar 53-53 þegar 3 mínútur eru liðnar af seinni hálfleik, en Valsliðið virðist vakna aðeins til lífsins og skorar næstu 7 stig. Ragnar fær svo upplagt færi undir körfunni en telur að brotið hafi verið á honum í skoti og fær villu í kjölfarið og síðan tæknivillu fyrir að kvarta við dómarann og þar með sína 5 villu og þriðji leikhluti hálfnaður! Fjölnir gengur á lagið og minnkar muninn í 1 stig 60-59! Moses setur þrist og jafnar 64-64!! Stefnir í hörkuleik! Leikurinn er í járnum og liðin skiptast á körfum en Pavel kemur Val í 71-66 með því að blaka frákasti í körfuna. FJölnir jafna en tveir þristar frá Aron og Bennsa tryggja val 6 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 77-71.


Valsmenn byrja lokahlutann af meiri ákefð og vörnin úr fyrsta leikhluta virðist komin aftur, forskotið orðið 10 stig 86-71 eftir 3 mínútur og Falur tekur leikhlé hjá Fjölni. Fjölnismönnum virðist fyrirmunað að skora en loks setur Moses sniðskot og korar fyrstu stig Fjölnis í 4 leikhluta þegar 5 mínútur eru eftir. Valsmenn virðast vera að tryggja sigurinn og eru með 15 stiga forskot þegar 3 mínútur eru eftir 90-75. Lokastaðan 92-75 fyrir Val.

Af hverju vann Valur?
Vörnin hjá Valsliðinu í fyrsta og fjórða leikhluta skóp sigurinn öðru fremur auk þess sem þriggja stiga nýting liðsins var mjög góð. Fjölnisliðið átti góða spretti og um tíma leit út fyrir spennandi lokakafla í leiknum, en alltaf þegar liðið náði að nálgast eða jafna Val, kom slakur kafli í kjölfarið. Pavel átti stórleik með 17 stoðsendingar og 8 fráköst og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins!

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Myndasafn (Guðlaugur Ottesen) Væntanlegt

Umfjöllun / Hannes Birgir Hjálmarsson

Fréttir
- Auglýsing -