spot_img
HomeFréttirHörkuspennandi einvígi í 9. flokki drengja

Hörkuspennandi einvígi í 9. flokki drengja

Í gær föstudag fór fram annar leikur í úrslitaeinvígi KR og Aftureldingar til Íslandsmeistara í 9. flokki karla. KR varð í 2. sæti í deildarkeppninni í vetur og sigraði Fjölni í undanúrslitum.  Afturelding varð í 4. sæti í vetur og mætti því Stjörnunni sem varð í 1. sæti í deildarkeppninni en sá leikur var æsispennandi og fór í framlengingu í Ásgarði þar sem Afturelding tryggði sér að lokum sæti í úrslitaeinvíginu. Fyrri leikur einvígisins fór fram á Meistaravöllum á þriðjudaginn þar sem Afturelding kom ákveðið til leiks og náði góðu forskoti í fyrsta leikhluta.  KR náði að saxa á forskotið og voru komnir yfir í lok þriðja leikhluta. Afturelding náði góðum loka leikhluta og landaði 4 stiga sigri, 53-57.

Eins og áður sagði var leikur 2 í einvíginu í gær í Varmá þar sem vel á fjórða hundrað stuðningsmanna voru mættir í stúkuna og mikil stemning meðal áhorfenda. Má þess geta að þetta er í fyrsta sinn sem Aftureldingu er í einvígi til Íslandsmeistaratitils í körfuknattleik. KR tók forystu í leiknum frá byrjun og leiddi leikinn en á lokamínutunum var Afturelding búið að saxa niður forskotið í tvö stig. KR sigraði þennan hörkuspennandi leik að lokum 62-69 og eru liðin því að mætast í oddaleik. Leikið verður á miðvikudaginn á Meistaravöllum og hefst leikurinn klukkan 18:00.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Gísli Jón

Mynd / Bára Dröfn

Umfjallanir og myndir frá úrslitaleikjum yngri flokka má senda á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -