09:46
{mosimage}
(Bryndís Guðmundsdóttir)
Einn leikur fer fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld þegar Keflavík heimsækir Val í Vodafonehöllina að Hlíðarenda. Leikurinn hefst kl. 20:00.
Valskonur sátu hjá í fyrstu umferð þar sem sjö lið eru í deildinni en Keflvíkingar skelltu nýliðum Fjölnis 88-51 í Sláturhúsinu í Keflavík.
Valsliðið samanstendur af leikmönnum sem skipuðu lið ÍS síðustu tímabil og fer þar fremst í flokki landsliðsmiðherjinn Signý Hermannsdóttir. Valur er nokkuð óskrifað blað fyrir leiktíðina en þær áttu fínu gengi að fagna á undirbúningstímabilinu.
Þá fer einn leikur fram í B-riðli í drengjaflokki þegar Fjölnir B tekur á móti UMFG.



