spot_img
HomeFréttirHörkupressa ÍR-inga gerði út um Hamar (Umfjöllun)

Hörkupressa ÍR-inga gerði út um Hamar (Umfjöllun)

22:45

{mosimage}

Það má segja að ÍR hafi mætt einir til leiks í Seljaskóla í byrjun fyrsta leikhluta og eftir 5 mín leik var staðan orðin 20-2 og leit út fyrir Hamar ætti engin svör við pressuvörn ÍR-inga og baráttu þeirra. Þá tók Ágúst Björgvinsson þjálfari Hamar leikhlé og lagaðist leikur Hamars aðeins við það og staðan eftir 1.leikhluta var 35-17. Hreggviður Magnússon var mjög atkvæðamikill í fyrsta leikhluta með 11 stig.

Í öðrum leikhluta jafnaðist leikurinn aðeins og Hamar komst meira og meira inn í leikinn og á tímabili var 11 stiga munur eftir að Svavar Páll Pálsson hafði skorað 5 stig í röð en þrátt fyrir það var ÍR ávallt með yfirhöndina. Hamar barðist áfram en náðu þó aldrei að ógna forskoti ÍR-inga svo úr yrði spennandi leikur. Staðan í hálfleik var 54-39. Seinni hálfleikur varð aldrei spennandi og vann ÍR 3ja leikhluta 25-17 og 4.leikhluta 23-18. Það sem helst gladdi augað voru troðslur í boði Hreggviðs Magnússonar, Ómars Sævarssonar og Sveinbjörns Classen.

{mosimage}

Hjá ÍR var það liðsheildin sem vann góðan sigur, vel útfærð pressa skilaði mörgum auðveldum körfum og voru allir að leggja sig fram og lítur út fyrir að ÍR sé að toppa á réttum tíma. Stigahæstir voru þeir Hreggviður Magnússon og Sveinbjörn Classen.

Hjá Hamar stóð Lárus sig ágætlega en hann var undir mikilli pressu allan leikinn við að koma boltanum upp völlin gegn frískri pressu ÍR-inga. Svavar Páll Pálsson stóð sig einnig mjög vel auk þess sem gaman var að fylgjast með hinum unga og hávaxna Ragnari Nathanelsyni. Stigahæstir í liði Hamars voru þeir Svavar Páll Pálsson og Roman Moniak.

{mosimage}

Sveinbjörn Classen hafði þetta að segja eftir leikinn:

Hvernig var leikurinn?
Alltaf gaman að sigra og þetta var góður sigur þótt þetta væri daufur leikur.

Þið byrjuðu leikinn mjög vel og komust í 20-2 eftir 5 mín.
já, mættum bara tilbúnir í þetta, það vantaði samt hjá okkur killer eðlið til að klára þetta almennilega.

Nú mætið þið KR í 8-liða úrslitum, hvernig lýst þér á það?
Já, ekkert skemmtilegra en að mæta KR, nema við ætlum að vinna þá núna, annað en í fyrra. Við ætlum að fara alla leið. Við erum búin að vinna litla titilinn og núna ætlum við að taka þennan stóra.

{mosimage}

Svavar Páll Pálsson hafði þetta að segja eftir leikinn:

Seinasti leikurinn í úrvalsdeild fyrir Hamar?
Í bili já

Verðið þið allir í liðinu á næsta ári?
Já, það getur vel verið, við erum með rosa gott lið þetta er bara ekki búið að ganga nógu vel hjá okkur í vetur.

Þið eruð 20-2 undir eftir 5 mín, hvað klikkaði, mættuð þið ekki tilbúnir?
  jú, við mættum tilbúnir en er ekki fínt að vera 18 stigum undir svona snemma, nógur tími til að vinna þetta upp.

En hverjir verða Íslandsmeistarar í vor?
Ármann/Þróttur.

Í úrvaldsdeild?
Mig varðar ekkert um það, annars held ég að ég skjóti á Snæfell.

 

Bryndís Gunnlaugsdóttir

 

Myndir: Gunnar Gunnarsson

Fréttir
- Auglýsing -