spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHörður Unnsteinsson tekur við KR - Fá Huldu Ósk frá Fjölni

Hörður Unnsteinsson tekur við KR – Fá Huldu Ósk frá Fjölni

Hörður Unnsteinsson hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR en hann mun stýra liðinu með Guðrúnu Örnu Sigurðardóttir sér til aðstoðar.

Hörður var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá KR ásamt því að þjálfa drengja og unglingaflokk karla félagsins en Guðrún Arna er á sínu öðru ári sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna.

KR tilkynnti einnig í dag að það hefði samið við Huldu Ósk Bergsteinsdóttur sem lék með Fjölnir í fyrra þar sem hún kom við sögu í 16 leikjum í Úrvalsdeildinni og var með 1,8 stig að meðaltali í leik. Hún lék einnig með B-liði Fjölnis í 1. deildinni þar sem hún var með 12,5 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik.

KR féll úr Úrvalsdeild í vor eftir að hafa leikið þar síðastliðin þrjú tímabil.

Fréttir
- Auglýsing -