spot_img
HomeFréttirHörður tekur við kvennaliði KR

Hörður tekur við kvennaliði KR

Hörður Unnsteinsson hefur tekið við kvennaliði KR. Hörður hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins en stígur nú sín fyrstu spor sem meistarflokksþjálfari. Frá þessu er greint á www.kr.is 
 
Í fréttinni á heimasíðu KR segir einnig:
 
Herði til aðstoðar verður Finnur Freyr Stefánsson sem einnig þjálfar meistaraflokk karla hjá KR. Saman mynda þeir öflugt teymi sem mun leiða liðið í seinna hluta mótsins. Næsti leikur liðsins er í kvöld gegn Val að Hlíðarenda. Munar átta stigum á liðinum en KR liðið er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar.   
Fréttir
- Auglýsing -