spot_img
HomeFréttirHörður: Sá meiri grundvöll til að bæta mig í Keflavík

Hörður: Sá meiri grundvöll til að bæta mig í Keflavík

11:00
{mosimage}

 

(Hörður Axel Vilhjálmsson) 

 

Töluverðar hreyfingar hafa verið á íslenska leikmannamarkaðnum síðan Keflvíkingar lyftu Íslandsmeistaratitlinum á loft í Iceland Express deild karla á síðustu leiktíð. Sjaldan eða aldrei hafa verið jafn miklar hræringar millum erkifjendanna í Reykjanesbæ. Karfan.is náði í skottið á Grafarvogsþrumunni Herði Axeli Vilhjálmssyni sem fyrir síðustu leiktíð gekk í raðir Njarðvíkinga en mun leika með Keflavík á næstu leiktíð.

 

Af hverju ákvaðst þú að skipta úr Njarðvík yfir í Keflavík?

Svona helsta ástæðan var að ég sá meiri grundvöll í Keflavík til þess að bæta mig sem leikmann en í Njarðvík. Stundum þarf maður að hugsa um hvað sé best fyrir sjálfan sig.

Komandi frá Fjölni í Grafarvogi, hvernig upplifir þú það að spila fyrir tvö af sigursælustu liðum landsins á tveimur tímabilum?
Það er allt öðruvísi andrúmsloft á Suðurnesjum en allstaðar annarsstaðar á landinu þegar kemur að körfubolta held ég að ég geti fullyrt. Það er bara gaman af því!

Hver er staðan á þínum málum er lúta að atvinnumennsku erlendis? Ertu nokkuð búinn að gefa þá drauma upp á bátinn?

Nei nei, alls ekki! Ég er með opna klásu í samningnum hjá Keflavík ef eitthvað kemur upp erlendis.

 

Hvernig metur þú stöðu þína gagnvart landsliðinu? Verður ekki rosaleg bakvarðabarátta þar í allt sumar?

Það er náttúrulega svakaleg barátta um allar stöður í landsliðinu enda allir bestu leikmenn landsins að koma saman og bakvarðasveitin er nokkuð vel sett enda hefur aldrei verið skortur á góðum bakvörðum á Íslandi.

 

Hörður lék 22 deildarleiki með Njarðvík á síðustu leiktíð og gerði í þeim að jafnaði 12,5 stig að meðaltali í leik. Hann mun leika fyrir Keflavík á næstu leiktíð og hittir þar fyrir Sverrir Þór Sverrisson sem einnig fór úr Njarðvík yfir í Keflavík að lokinni síðustu leiktíð.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -