spot_img
HomeFréttirHörður magnaður í sigri Úlfanna

Hörður magnaður í sigri Úlfanna

Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 22 stig í dag fyrir Mitteldeutscher BC í þýsku úrvalsdeildinni þegar liðið hafði gríðarlega sterkan sigur á BG Göttingen. Lokatölur voru 91-86 fyrir MBC þar sem Hörður Axel skellti niður risavöxnum þrist þegar 24 sekúndur voru til leiksloka en þá kom hann MBC í 89-86.

Hörður var einnig með 3 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum en stigahæstur hjá MBC þennan leikinn var Frantz Massenat með 31 stig. 

MBC er í 12. sæti þýsku deildarinnar með 14 sigra og 19 tapleiki en Göttingen í 9. sæti með 16 sigra og 17 tapleiki. 
 

1 Logo BambergBrose Baskets * 32 27 5 54 : 10 2695 : 2253 +442 16-0 11-5 8-2 + 3(SSSNSNSSSS)  
2 Logo BerlinALBA BERLIN * 32 27 5 54 : 10 2716 : 2344 +372 14-1 13-4 8-2 – 1(NSSSSSSSSN)   
3 Logo MünchenFC Bayern München * 33 25 8 50 : 16 2973 : 2498 +475 15-2 10-6 6-4 + 1(SNNSSSNNSS)  
4 Logo BonnTelekom Baskets Bonn * 33 23 10 46 : 20 2769 : 2645 +124 14-2 9-8 8-2 + 6(SSSSSSNSNS)  
5 Logo Ulmratiopharm ulm * 33 20 13 40 : 26
Fréttir
- Auglýsing -