Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur sett nýja vefsíðu í loftið og þar greinir kappinn m.a. frá því að hann hyggi á að halda einstaklingsbúðir fyrir yngri iðkendur þegar hann kemur til Íslands að loknu tímabilinu í Þýskalandi. Nálgast má heimasíðu Harðar hér: http://www.horduraxel.blogspot.com/
Á heimasíðunni segir Hörður m.a:
,, Þar sem ég hef sótt í alla helstu þjálfara á Íslandi og aflað mér fróðleiks hjá þeim ásamt erlendum þjálfurum er ég kominn með þónokkra reynslu þegar kemur að einstaklingsæfingum. Mig langar mikið til þessa að miðla þeirra reynslu minni áfram til þess að við Íslendingar getum átt fleiri frambærilega leikmenn. Þess vegna hef ég ákveðið að halda einstaklingskörfuboltabúðir núna í vor þegar ég kem heim frá Þýskalandi. Mig langar að gera þetta almennilega þannig hver og einn einstaklingur sem sækir búðirnir fái sem mest út úr þeim þannig ætla ég að takmarka fjölda þáttakanda búðanna. Þannig allir þeir sem mæta á búðirnir fá næga athygli svo þau geta bætt sig sem Einstaklingar í Körfubolta.“
Á vefsíðunni sýnir Hörður fólki m.a. dagskránna sína og hvernig hann gerði hlutina, ræðir um næringu og margt fleira.
http://www.horduraxel.blogspot.com/