Hörður Helgi Hreiðarsson hefur samið við KR fyrir næstkomandi tímabil en það staðfesti hann við Karfan.is í kvöld. Hörður spilaði með Skallagrím tímabilið 2012-13 en var meiddur á síðasta tímabili.
Hörður mun bæta nokkuð í samkeppnina undir körfuna hjá KR en hann skoraði 10 stig og tók 5 fráköst að meðaltali í 18 leikjum á þar síðasta tímabili með Skallagrím.
KR hefur farið vel af stað í Lengjubikarnum þetta árið og unnið bæði Snæfell og ÍR í sínum fyrstu tveimur leikjum.
Mynd: Torfi Magnússon