spot_img
HomeFréttirHörður fjórði Íslendingurinn sem leikur í ACB deildinni

Hörður fjórði Íslendingurinn sem leikur í ACB deildinni

Eins og Karfan.is hefur þegar greint frá mun Hörður Axel Vilhjálmsson leika í ACB deildinni á Spáni á komandi tímabili og verður þar með fjórði Íslendingurinn til að afreka það að spila í efstu deild Spánar.
 
Pavel Ermolinski ruddi brautina með Unicaja og næstur Íslendinga til að koma við í ACB deildinni var Jón Arnór Stefánsson. Sá þriðji í röðinni var svo Haukur Helgi Pálsson þegar hann sagði skilið við Maryland háskólann og samdi við Manresa.
 
Hörður verður fyrstur Íslendinga til að fá samning hjá Valladolid liðinu en þar hafa stór nöfn í boltanum komið við sögu en þar lék Arvydas Sabonis til að mynda frá 1989-1992 og Oscar „Holy Hand“ Schmidt árin 1993-1995.
  
Fréttir
- Auglýsing -