spot_img
HomeFréttirHörður Axel Vilhjálmsson - Europepplistinn Minn

Hörður Axel Vilhjálmsson – Europepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Íslands, Hörð Axel Vilhjálmsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Hörður og félagar hans í Íslandi leika á lokamóti EuroBasket 2017 gegn Slóveníu í fyrramálið kl. 10:45 og mun leiknum verða gerð góð skil hér á Körfunni, sem og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.

 

Hörður Axel:

 

Silfurskotta – Emmsjé Gauti

"Lag sem fylgdi okkur allt seinasta sumar og af eitthverri ástæðu fær mig til að langa að spila körfubolta" 

 

Vaktir mig – Valdimar

"Persónulegt lag fyrir mig sem ég hlusta alltaf á fyrir leiki til að fá motivation fyrir hvað ég sé að spila fyrir" 

 

Ég vil það – Chase

"Þetta er nýtt á listanum, held að flestir strákarnir séu komnir með þetta á listann hjá sér nema þeir elstu, þeir koma fljótlega á vagninn" 

 

Can't stop the feeling – Justin Timberlake 

"Gott lag sem hjálpar mér að halda mér léttum og halda skapinu réttu megin við línuna! Mikilvægt fyrir mann með mikið skap" 

 

203 Stjórinn – Herra Hnetusmjör

"Gústi pepp lánaði mér þetta í vetur. Peppast allur við þetta, enda ekki annað hægt þegar pepparinn sjálfur peppast við þetta þá hlýtur maður að peppast til að peppast"

Fréttir
- Auglýsing -