spot_img
HomeFréttirHörður Axel til Valladolid í ACB deildina

Hörður Axel til Valladolid í ACB deildina

Hörður Axel Vilhjálmsson hefur samið við Valladolid í spænsku ACB deildinni næsta árið. Hörður yfirgaf MCB í Þýskalandi í sumar eftir að hafa átt glimmrandi tímabil í Bundesliga síðasta vetur. Hörður hefur síðastliðinn mánuð eða svo æft með stórliði Bilbao á Spáni í von um að sýna sig og halda sér í formi. Þetta hefur núna gengið eftir og kappinn mun spila í ACB deildinni næsta vetur en eins og flestir vita er Jón Arnór einnig í þeirri deild með CAI Zaragoza. 
 
“Þetta er bara uppskera af þeirri vinnu sem ég hef lagt í seinustu ár. Valladolid vantaði ás sem líka gæti spilað tvist og þar kom ég til sögunnar,”  sagði Hörður í viðtali við Karfan.is. 

“Það var gaman og ekki sýst krefjandi að æfa með Bilbao en það var aldrei í spilunum að semja þar.  Þeir voru í raun bara að hjálpa mér og ég þeim. Þeir voru með fullt lið þegar ég fór til þeirra en voru með leikmenn að spila í evrópumótinu og þurftu leikmenn í millitíðinni til að halda æfinga levelinu háu.
 
Nú hefur það tekið dágóðan tíma að semja var þig aldrei farið að örvænta og jafnvel hugsa til þess að koma heim og spila?
“Nei ég hugsaði ekkert út í það enda var það aldrei inní myndinni.  Ef af því hefði komið hefði verið erfitt að sjá mig spila með öðru liði en Keflavík þar sem mér leið vel þar.”
 
En hvaða væntingar eru gerðar til þín hjá Valladolid?
“Ég mun verða í góðu hlutverki þar sem ég mun bæði spila leikstjórnanda og skotbakvörð.  Þeir gera þær væntingar til mín að ég verði ég sjálfur og spili minn körfubolta. Ég geri sjálfur alltaf miklar kröfur á sjálfan min og stefni að því að verða betri leikmaður á morgun en ég er í dag.”
 
Hörður mun koma til með að mæta Jón Arnór og félögum í CAI Zaragoza eins og áður sagði en hefur Hörður punktað niður þá dagsetningu í dagatalið?
“Nei ekki ennþá en það er eitt af því fjölmörgu sem ég á eftir að gera. Ég hlakka til að fá að spila gegn Jóni.”
 
Fyrsti leikur Valladolid í deildinni verður ekki gegn dónalegra liði en meisturum Real Madrid þann 15. október. Það er svo ekki fyrr en í lok árs eða 29. desember sem kapparnir Jón og Hörður mætast í Zaragoza.
 
Fréttir
- Auglýsing -