spot_img
HomeFréttirHörður Axel til Þýskalands

Hörður Axel til Þýskalands

Nú bætist í atvinnumannafólru íslenskra leikmanna. Hörður Axel Vilhjálmsson hefur samið við þýska liðið Mitteldeutcher BC um að leika með liðinu næsta vetur en liðið mun leika í næst efstu deild næsta vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu liðsins.
Hörður sem er uppalinn í Fjölni hefur undanfarið leikið með Keflavík en lék á Kanaríeyjum um tíma.

MBC hefur leikið þrjú síðustu tímabil í þýsku úrvalsdeildinni og endaði í næst neðsta sæti nú í vor og er stefnan að fara beint upp aftur.

 

Þess má geta að árið 2006 lék hinn íslensk ættaði Markus Hallgrimson með liðinu en hann var í viðtali við karfan.is á þeim tíma.

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -