spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaHörður Axel til nýliða Álftaness

Hörður Axel til nýliða Álftaness

Bakvörðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur samið við nýliða Álftaness fyrir komandi tímabil í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Hörður Axel kemur til liðsins frá Keflavík, þar sem hann hefur verið frá árinu 2009, en hann lék í millitíðinni nokkur tímabil á meginlandi Evrópu. Í 16 leikjum með Keflavík á síðasta tímabili skilaði Hörður 9 stigum, 3 fráköstum og 8 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Huginn Freyr Þorsteinsson formaður körfuknattleiksdeildar Álftaness

„Álftanes er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk. Við vitum öll að hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki sem mun koma með mikil gæði og smellpassa inn í þann sterka kjarna sem fyrir er hjá okkur. Hörður er líka frábær fyrirmynd og leiðtogi og verður mikilvæg kjölfesta fyrir okkur. Hörður Axel mun líka hjálpa okkur við aða styrkja barna-og unglingastarfið á Álftanesi, sem er í miklum vexti og sem aukast enn frekar á næstu árum með þeirri fjölgun íbúa sem framundan er hér.“

Hörður Axel Vilhjálmsson nýr leikmaður Álftaness

„Álftanes er með spennandi framtíðarsýn í uppbyggingu körfuboltans og ég vil taka þátt í henni. Liðið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og mikill metnaður til að byggja á honum. Ég er að hefja nýjan kafla á mínum körfuboltaferli og finnst áhugavert að taka þeirri áskorun að hefja næsta tímabil í efstu deild hjá liði sem er autt blað þar.“

Fréttir
- Auglýsing -