spot_img
HomeFréttirHörður Axel stigahæstur í sjötta sigri Úlfanna

Hörður Axel stigahæstur í sjötta sigri Úlfanna

Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur í liði Mitteldeutscher BC í kvöld gegn Eisbären Bremerhaven. Hörður skoraði 16 stig í 89-66 sigri Úlfanna, skaut frábærlega eða 4/6 í það heila og bætti við 7/8 í vítum auk 3 frákasta. 
 
“Þetta var svakalega flottur leikur af okkar hálfu,” sagði Hörður eftir leikinn. “Vel skipulagður og við gerðum nákvæmlega það sem við áttum að gera.” Bremerhaven er gott lið að sögn Harðar en Úlfarnir undirbjuggu sig mjög mikið fyrir leikinn og sér í lagi varnarlega. “Við náðum að rugla sóknina þeirra og stuða þá mjög mikið svo þeir urðu bara ráðalausir.”
 
En er Hörður bjartsýnn á framhaldið? “Þetta hefur byrjað vonum framar fyrir liðið,” sagði hann. “Markmið okkar fyrir tímabilið var að halda okkur uppi. Byrjunin er búin að vera góð en þetta er bara rétt að byrja.”
 
Úlfarnir eru nú í 3-6. ásamt þremur öðrum liðum og er næsti leikur þeirra gegn BG Göttingen eftir viku. Göttingen eru í 13. sæti deildarinnar með 3 sigra og 5 töp.
 
Fréttir
- Auglýsing -