spot_img
HomeFréttirHörður Axel seldur til Tékknensku meistaranna

Hörður Axel seldur til Tékknensku meistaranna

"Umbinn minn hafði samband og sagði að það væri lið sem vildi kaupa mig út úr samningnum hérna í Grikklandi. Og þetta er stórt skref uppá við klárlega." sagði Hörður Axel Vilhjálmsson gerði nokkuð sem líkast til aldrei hefur verið gert þegar hann opinberaði á SnapChat reikningi hjá Karfan.is nú rétt áðan að hann væri á leið til Tékklands að spila með meistaraliði til margra ára þarlendis,liði Nymburk.  Liðið sem fyrr hefur verið áskrifandi af Tékknenska titlinum og unnið hann nú 12 ár í röð. 

 

"Tékknenska deildin er kannski ekkert svo sterk og ég er ekki að horfa í það. Liðið spilar í tveimur Evrópudeildum þannig að þetta er stórt skref uppávið fyrir mig og það er það sem heillar mig við þetta. Þeir spila í einni deild með CSKA Moskva og Khymki spila í þannig að þetta er virkilega spennandi og ég tek þessu fagnandi."

 

Hlutirnir gerast því mjög hratt hjá Herði sem hefur svo sannarlega verið í góðum gír í Evrópuboltanum síðustu ár. "Þetta kom bara upp í gær, ég skrifaði undir samning og kem til að fara á mánudagsmorgun til Tékklands og spila fyrsta leikinn á miðvikudaginn í deildinni þar. Við hjónin erum virkilega spennt fyrir þessu þrátt fyrir að okkur líði nokkuð vel hérna í Grikklandi." sagði Hörður að lokum. 

 

Hörður spilaði einmitt sinn síðasta leik í dag með liði Trikala þar sem þeir sigruðu Kavala 73:64 þar sem Hörður setti niður þrjú stig. 

 

Fréttir
- Auglýsing -