spot_img
HomeFréttirHörður Axel: Höfðum bara grafið okkur of stóra holu

Hörður Axel: Höfðum bara grafið okkur of stóra holu

Hörður Axel lék vel í tapleik Mitteldeutscher BC í gærkvöldi gegn Medi Beyreuth. MBC tapaði með 3 stigum, 88-85 eftir slakan fyrsta leikhluta sem dróg þungan dilk á eftir sér. 
 
“Við komum bara rosalega flatir inn í leikinn og þá sérstaklega varnarlega,” sagði Hörður Axel eftir leikinn í gær. “Sóknarlega vorum við að fá góð skot en þau vildu bara ekki niður.”
 
MBC skoraði aðeins 8 stig í fyrsta hluta gegn 30 hjá Medi Beyreuth.
 
“Eftir fyrsta hluta breyttum við leiksskipulaginu og fórum að spila aggressíft út um allan völl,” bætti Hörður við. “Það breytti taktinum í leiknum okkur í hag en við vorum bara búnir að grafa okkur í of stóra holu.”
 
Hörður var með 17 stig, skaut 6/11 utan af velli, tók 2 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og bætti við 1 stolnum bolta. 
 
MBC situr nú í 7. sæti deildarinnar og er næsti leikur á heimavelli MBC gegn Bonn nk. laugardag. Bonn eru í 8. sæti deildarinnar hafa sigrað 6 og tapað 6.
 
Fréttir
- Auglýsing -