spot_img
HomeFréttirHörður Axel byrjar með sigri í Þýskalandi

Hörður Axel byrjar með sigri í Þýskalandi

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í MBC hófu leik í þýsku Pro A deildinni í gær. Liðið tók á móti Ehingen og sigraði 83-77 og stóð Hörður sig vel, klikkaði aðeins á einu skoti.
Hörður var næst stigahæstur með 16 stig en hann hittir úr 1 af 1 tveggja stiga skotum, 3 af 3 þriggja stiga og 5 af 6 vítum. Þá gaf hann 5 stoðsendingar áður en hann yfirgaf völlinn með 5 villur. Stigahæstur var Arizona Reid með 23 stig.

Næsti leikur liðsins er 3. október þegar þeir taka á móti Chemnitz.

[email protected]

Mynd: MBC

Fréttir
- Auglýsing -