Hörður Axel Vilhjálmsson landsliðsmaður mun nú kl 18:00 árita plaköt af sjálfum sér í smáralindinni eða nánar tiltekið fyrir framan skemmtigarðinn. Hörður er eins og flestir vita atvinnumaður í Þýskalandi og ástæða uppátækisins sagði hann einfaldann "Ég er á barmi frægðar og vil gefa aðdáendum mínum tækifæri að eiga áritaða mynd eða plakat af mér" sagði Hörður nú rétt í þessu við Karfan.is kokhraustur.
"Ég stefni á NBA deildina og ef líkum lætur þá verð ég þar eftir hugsanlega næsta ár. Mér gekk vel í atvinnumennskunni í Þýskalandi á síðasta tímabili. Það var tekið eftir mér og ég er bara bjartsýnn á framhaldið." sagði Hörður Axel sem var ásamt nokkrum félögum sínum í Smáralindinni að setja upp borð og gera sig tilbúin í að árita nokkur fersk plaköt af sjálfum sér.