spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHörður áfram á Meistaravöllum

Hörður áfram á Meistaravöllum

Hörður Unnsteinsson hefur framlengt samningi sínum við KR. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu fyrr í kvöld. Hann mun því halda áfram sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna sem og að þjálfa valda yngri flokka stúlkna, a.m.k. eitt ár í viðbót.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili og mínu þriðja með þennan unga og efnilega kjarna. Kjarna sem hefur verið að komast í úrslitaleiki og vinna Íslandsmeistaratitla í yngri flokkunum, og er núna tilbúin að taka við keflinu í meistaraflokknum okkar. Uppbygging KR á yngri flokka starfinu kvennamegin síðustu ár er núna að fara bera ávöxt, og það er mér mikill heiður að fá að taka þátt í þeirri vegferð áfram.“ Sagði Hörður á meðan að blekið þornaði á þessum nýja samning hans við KR.

Fréttir
- Auglýsing -