spot_img
HomeFréttirHörð barátta um síðustu sætin í úrslitakeppni NBA í kvöld

Hörð barátta um síðustu sætin í úrslitakeppni NBA í kvöld

Fjórir af síðustu leikjum NBA deildarinnar munu skera úr um hvaða lið ná síðustu sætunum í úrslitakeppninni sem hefst innan skamms.

 

Indiana Pacers mæta Memphis Grizzlies í kvöld og geta með sigri nælt sér í síðasta sætið í austrinu. Tapi hins vegar Pacers og Brooklyn Nets sigra Orlando Magic þá ná Nets 8. og síðasta sætinu inn.

 

New Orleans Pelicans mæta San Antonio Spurs í kvöld og geta með sigri tryggt sig í 8. sætinu í vestrinu og þar með inn í úrslitakeppnina. Oklahoma City Thunder þar hins vegar að treysta á tap Pelicans og sjálfir að sigra Minnesota Timberwolves í kvöld til að komast inn.

 

Þetta er allt mjög jafnt þarna í vestrinu eins og Manu Ginobili bendir á.

 

 

 

 

Umfjöllun NBA-TV um leikina í kvöld.

 

The Starters fjalla einnig um þessa stöðu í þætti gærdagsins.

 

 

Mynd: nyloncalculus.com

Fréttir
- Auglýsing -