Æfingahópur landsliðs karla hefur verið skorinn niður um fimm leikmenn fyrir áframhaldandi æfingar fyrir lokamót EuroBasket 2025. Staðfestu forráðamenn liðsins þetta við Körfuna á opinni æfingu hjá liðinu fyrr í dag.
Upphaflega var kynntur 22 leikmanna æfingahópur, en í honum eru nú 17 leikmenn, þar sem Ólafur Ólafsson, Mario Matasovic, Friðrik Leó Curtis, Bjarni Guðmann Jónsson og Sigurður Pétursson hafa allir yfirgefið hópinn af einni ástæðu eða annarri.
Eftir standa því 17 leikmenn, en aðeins verða 12 á skýrslu í leikjunum á lokamótinu.
Æfingarhópur Íslands:
Almar Atlason – USA – 0 landsleikir
Frank Aron Booker – Valur – 4
Elvar Már Friðriksson – Marousso, Grikkland – 74
Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75
Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20
Jaka Brodnik – Keflavík – 0
Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35
Kári Jónsson – Valur – 35
Krstinn Pálsson – Valur – 37
Martin Hermansson – Alba Berlin, Þýskaland – 77
Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11
Ragnar Nathanaelsson – Hamar – 65
Styrmir Snær Þrastarson – Belfius-Mons, Belgía – 20
Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37
Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 69
Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 91
Þórir Þorbjarnarson – KR – 29



