23:58
{mosimage}
(Mikið mun mæða á þessum í vetur… sem fyrr)
Stjórn Bikarmeistara Snæfells í karlaflokki í körfuknattleik hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu sem www.stykkisholmsposturinn.is birtir í kvöld: Í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna í þjóðfélaginu hefur verið tekin sú ákvörðun að segja upp öllum samningum við erlenda leikmenn og þjálfara liðs Snæfells.
Þetta er fyrst og fremst gert til að hægt sé að reka deildina í vetur. Því miður hafa aðstæður breyst það mikið að sú fjárhagsáætlun sem lagt var af stað með fyrir þetta tímabil er algjörlega brostin. Því er það mat stjórnar að þetta sé eina raunhæfa lausnin í stöðunni. Snæfell mun tefla fram sterku liði skipuðu íslenskum leikmönnum og ætlar sér stóra hluti í deildinni í vetur.
Stjórn körfuknattleiksdeildar hefur því ákveðið að boða til íbúafundar þriðjudagskvöldið 7. október kl. 20:30 á ráðshúsloftinu. Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta!
Stjórn mfl karla Snæfells í körfuknattleik.
Aðalstjórn Snæfells
Tekið af www.stykkisholmsposturinn.is



